Emma Thompson gerði Will Smith stórhneykslaðan

Emma Thompson.
Emma Thompson. AP

Fregnir herma að breska leikkonan Emma Thompson hafi gert Will Smith og marga fleiri stórhneykslaða með því að reykja á veitingahúsi í New York á þriðjudagskvöldið. Hún sat ásamt vini sínum við borð í miðjum salnum á Waverly Inn, þar sem Smith sat einnig að snæðingi.

Heimildamaður tjáði dagblaðinu New York Daily News: „Emma og vinur hennar drógu upp sígarettur og kveiktu í við borðið þar sem allir voru að borða. Allir hinir störðu á þau með hryllingi, þar á meðal Will Smith.“

Reykingar á börum og veitingastöðum í New York voru bannaðar með lögum 2003. Emma býr í London, en einnig þar kann hún brátt að verða litinn hornauga af veitingahúsagestum, því þar verða reykingar bannaðar á börum og veitingastöðum frá og með 1. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka