Leyndarmálið hélt fjölskyldunni saman

Bach og Hasselhoff í desember 2004.
Bach og Hasselhoff í desember 2004. AP

Pamela Bach, fyrr­ver­andi eig­in­kona Dav­ids Hassel­hoffs, seg­ir að leynd­ar­málið um áfeng­is­sýki Hassel­hoffs hafi verið „límið“ sem hélt fjöl­skyld­unni sam­an. Hassel­hoff fór fram á skilnað við Bach í janú­ar í fyrra eft­ir að hún fór í jóla­frí með fjöl­skyld­una án hans þar sem hann var að sögn of ölvaður til að fá að fara um borð í flug­vél­ina.

Bach viður­kenn­ir að hún hafi oft farið með dæt­ur þeirra tvær, Tayl­or-Ann (17 ára) og Hayley (14 ára), burt frá Hassel­hoff í því skyni að reyna að fá hann til að hætta að drekka.

Hún seg­ir í viðtali við tíma­ritið Hello! að á drykkjutúr­um hafi Hassel­hoff flakkað á milli hót­ela, en endað á sjúkra­húsi með áfengiseitrun. Hún hafi oft farið frá hon­um með dæt­urn­ar til að reyna að hafa áhrif á hann.

„Ég fór alltaf með stelp­urn­ar á Disney­land-hót­elið svo að hann myndi ekki fara að hafa áhyggj­ur af því hvers vegna við hefðum farið. Þegar stelp­urn­ar voru sofnaðar grét ég, en hann fékk mig til að koma aft­ur til sín. Hann sagðist ætla að hætta að drekka og ég trúði því.“

Bach seg­ir að þótt hún hafi virki­lega elskað Hassel­hoff hafi líf fjöl­skyld­unn­ar að mestu leyti snú­ist um að þegja yfir stóra fjöl­skyldu­leynd­ar­mál­inu. „Það var límið okk­ar. Marg­ir vin­ir mín­ir höfðu ekki hug­mynd um þetta. For­eldr­ar mín­ir vissu þetta ekki einu sinni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell