Aðdáendur fagna 30 ára afmæli Stjörnustríðs

Stormtrooper lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta á afmælishátíðina.
Stormtrooper lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta á afmælishátíðina. Reuters

Yfir 25.000 aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa komið saman á ráðstefnu til að minnast þess að 30 ár eru liðin frá því að fyrsta myndin um Loga Geimgengil og félaga var frumsýnd í Bandaríkjunum.

Kvikmynd leikstjórans George Lucas um baráttu góðs og ills í fjarlægri stjörnuþoku var frumsýnd í aðeins 32 kvikmyndahúsum þann 25. maí árið 1977.

Þrátt fyrir að hafa ekki verið sýnd í fleiri sölum til að byrja með varð myndin fljótlega álitin marka tímamót í kvikmyndasögunni, en fimm myndir um hafa fylgt í kjölfarið.

Stjörnustríðsmyndirnar og allur varningur sem þeim tengjast hafa í dag þénað fleiri milljarða dollara og þær eru enn þann dag í dag meðal þeirra verðmætustu í heimi kvikmyndanna.

Svarthöfði stillir sér upp fyrir myndatöku.
Svarthöfði stillir sér upp fyrir myndatöku. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir