Paul Newman hættir að leika

Paul Newman ásamt leikkonunni Claire Danes nýlega.
Paul Newman ásamt leikkonunni Claire Danes nýlega. Reuters

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Paul Newm­an sagði í sjón­varps­viðtali í gær­kvöldi, að hann ætlaði að hætta kvik­mynda­leik enda væri hann orðinn 82 ára. Newm­an var einn af vin­sæl­ustu og virt­ustu kvik­mynda­leik­ur­um í Hollywood á síðari hluta 20. ald­ar og lék í klass­ísk­um kvik­mynd­um á borð við Butch Cassi­dy and the Sund­ance Kid og The Sting.

„Ég get ekki leikið eins vel leng­ur og ég vildi," sagði Newm­an í viðtali sem birt er á vefsíði ABC sjón­varps­stöðvar­inn­ar. „Á þess­um aldri hef­ur maður tapað minni, maður miss­ir sjálfs­traustið og frum­leik­ann. Svo ég held að þessu sé nú lokið hjá mér," sagði hann og átti þar við kvik­mynda­leik­inn. „En ég er þakk­lát­ur fyr­ir það sem mér hef­ur fallið í skaut í líf­inu."

Newm­an var sex sinn­um til­nefnd­ur til Óskar­sverðlauna og fékk þau fyr­ir mynd­ina Colour of Mo­ney árið 1986.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. Vinir bjóða þér alls kyns hlunnindi og það eru litlu hlutirnir í lífinu sem veita þér sjálfstraust til þess að mæta áskorunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Án nokkurs vafa ertu miðja allrar athygli í félagslífinu. Vinir bjóða þér alls kyns hlunnindi og það eru litlu hlutirnir í lífinu sem veita þér sjálfstraust til þess að mæta áskorunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka