Fagnað þegar tilkynnt var að gullpálminn færi til Rúmeníu

Cristian Mungiu með gullpálmann. Á myndinni eru einnig Jane Fonda, …
Cristian Mungiu með gullpálmann. Á myndinni eru einnig Jane Fonda, sem afhenti verðlaunin og dómnefndarmennirnir Charlotte Rampling and Alain Delon og Michelle Yeoch. Reuters
Eft­ir Birtu Björns­dótt­ur í Cann­es

Það kom kannski ekki mikið á óvart að mynd­in, sem er sú þriðja úr smiðju leik­stjór­ans, skyldi hafa staðið uppi sem sig­ur­veg­ari á hátíðinni. Hún var þriðja mynd­in í keppn­inni sem sýnd var á hátíðinni og síðan þá hef­ur hún verið efst eða of­ar­lega á lista spá­manna og gagn­rýn­enda yfir bestu mynd­ir hátíðar­inn­ar. Hin mynd­in sem einnig þótti sig­ur­strang­leg var No Coun­try For Old Men þeirra Coen bræðra. Þegar ekk­ert sást til bræðranna á rauða dregl­in­um fyr­ir loka­at­höfn­ina þótti strax lík­legt að þeir fengju ekki ann­an gullpálma í safnið sitt í þetta sinn.

Dóm­nefnd­in sat fyr­ir svör­um blaðamanna um niður­stöðu sína að lok­inni verðlauna­af­hend­ingu. Fre­ars sló á létta strengi sem áður og sagði leik­kon­una Maggie Cheung (einn liðsmann dóm­nefnd­ar) hafa slegið sig í and­litið þegar þau voru að reyna að kom­ast að niður­stöðu. Hann taldi blaðamenn trú­lega þreytta á að heyra því sí­fellt bás­unað hve vel sam­starfið hefði gengið.

Dóm­nefnd­in var tals­vert spurð út í ástæðu þess að Coen bræðra mynd­in skyldi ekki hafa hlotið gullpálm­ann og einnig hvers vegna spænski leik­ar­inn Javier Bar­dem hefði ekki verið verðlaunaður fyr­ir leik sinn í mynd­inni. Fre­ars svaraði því á ein­fald­an hátt: „All­ar mynd­irn­ar í keppn­inni voru góðar og all­ir leik­ar­arn­ir stóðu sig vel.”

Tyrk­neski rit­höf­und­ur­inn og Nó­bels­verðlauna­haf­inn Or­h­an Pamuk svaraði svo aðspurður um í hverju gæði 4 Luni, 3 Saptam­ini si 2 Zile væru fólg­in: „Þetta er al­veg ótrú­lega fal­leg mynd og maður naut hverr­ar sek­úndu við að horfa á hana. Við vor­um næst­um öll á einu máli um, að þetta væri besta mynd hátíðar­inn­ar.”

4 Luni, 3 Saptam­ini si 2 Zile ger­ist í Rúm­en­íu seint á ní­unda ára­tugn­um. Sag­an seg­ir frá tveim­ur vin­kon­um sem leita allra leiða til að koma ann­arri þeirra í ólög­lega fóst­ur­eyðingu. Löng skot ein­kenna mynd­ina og eru henn­ar aðal sjarmi auk aðalleik­kon­unn­ar, Ana­m­aria Mar­inca, sem held­ur mynd­inni uppi með mögnuðum en hófstillt­um leik. Aðdrátt­ar­afl mynd­ar­inn­ar felst ekki síður í þeirri yf­ir­vof­andi eymd sem áhorf­and­inn skynj­ar all­an tím­ann án þess að verið sé að velta sér up­p­úr því dap­ur­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son