Gullpálminn afhentur í kvöld

Joaquin Phoenix og Eva Mendes eru á meðal fræga fólksins …
Joaquin Phoenix og Eva Mendes eru á meðal fræga fólksins sem er að skemmta sér í Cannes. Reuters

eftir Birtu Björnsdóttur

Kvikmyndahátíðinni í Cannes lýkur í kvöld þegar níu manna dómnefnd afhentir Gullpálmann fyrir bestu mynd hátíðarinnar. Alls koma 22 myndir til greina en þær hafa verið sýndar hér í Cannes síðan þann 16. maí síðastliðinn þegar hátíðin hófst.

Ýmsum hefur verið spáð sigri í kvöld en nöfn Coen bræðranna Joel og Ethan og rúmanska leikstjórans Cristian Mungiu hafa oftast verið nefnd í því samhengi.

Alþjóðleg samtök kvikmyndagagnrýnenda velja ár hvert bestu mynd hátíðarinnar daginn fyrir afhendingu Gullpálmans. Að þeirra mati var mynd Mungius best, en hún heitir 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile (4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar). Hvort það geri myndina líklegri til sigurs í kvöld verður bara að koma í ljós.

Auk þess að veita Gullpálmann verða veitt verðlaun fyrir bestan leik og bestu leikstjórnina, svo fátt eitt sé nefnt.

Það er ekki laust við að nokkurrar þreytu gæti hér í Cannes á síðustu metrum hátíðarinnar. Á föstudag og laugardag mátti víða sjá ferðalanga með pakkaðar töskur á leið á flugvöllinn eftir dvölina hér og líklegt að enn fleiri haldi til síns heima í dag, þrátt fyrir að keppninni ljúki ekki formlega fyrr en í kvöld.

Það eru ekki bara gestir sem eru farnir að láta á sjá eftir sólskinið, andvökunæturnar og upplifunina hér á hátíðinni. Veitingahúsastarfsmenn og verslunareigendur hafa staðið vaktina síðan 16. maí og ekki laust við að sérstaklega þeir fyrrnefndu séu orðnir heldur glaseygir eftir þjónustu við skemmtanaglaða hátíðargesti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson