Bandaríska kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan var handtekin í Beverly Hills í Kalíforníu í gærkvöldi, grunuð akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja en bíl hennar lenti á vegriði við Sunset Boulevard. Í bílnum fannst einnig efni, sem lögreglan segir líklega vera kókaín. Tveir voru í bílnum auk Lohan.
Lohan, sem dvaldi um tíma á meðferðarstofnun fyrr á þessu ári, var flutt á slysadeild en áverkar hennar voru ekki miklir. Hinir tveir, sem voru í bílnum, meiddust ekkert.
Lögreglumenn fóru á sjúkrahúsið og handtóku Lohan vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja. Henni var síðar sleppt en þarf að koma fyrir rétt.
Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem Lohan lendir í umferðaróhappi. Árið 2005 lenti hún í árekstri við tvo sendiferðarbíla. Annar áreksturinn var sendiferðabílstjóranum að kenna en hinn áreksturinn varð þegar Lohan var á flótta undan aðgangshörðum ljósmyndara.