Pamela á villta syni

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. Reuters

Hin brjóstgóða Pamela Anderson hefur viðurkennt að strákarnir hennar tveir séu villtir.

Hún á tvo syni, Brandon, tíu ára, og Dylan, níu ára, með fyrrverandi eiginmanni, sínum rokkaranum Tommy Lee. Hún segir þá vera nokkuð erfiða en þeir hafi svo sem aldrei átt möguleika á að verða góðir strákar vegna foreldra sinna.

„Synir mínir eru óþægir en ef tekið er tillit til foreldra þeirra þá eru þeir ekki svo slæmir. Þó að þeir séu engir englar er mjög skemmtilegt að umgangast þá," sagði Anderson í viðtali nýlega og bætti við að ef hún ætti ekki drengina tvo vissi hún ekki hvar hún væri stödd í dag þar sem móðurhlutverkið hefði róað hana.

Hún sagði nýlega að hún vildi barn í viðbót en ekki er langt síðan hún heimsótti munaðarleysingjaheimili í Rússlandi með það í huga að ættleiða. Anderson er nú í sambandi með ameríska ruðningskappanum David Binn og segir hann vera mjög barnelskan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup