Tvær af þekktustu rokkhljómsveitum heims eru nú á tónleikum í Laugardalshöll: Uriah Heep og Deep Purple. Nánast uppselt var á tónleikana og er mikil stemmning í höllinni, að sögn viðstaddra. Uriah Heep steig á svið klukkan 20 í kvöld og síðar í kvöld munu Deep Purple leika en þetta er í þriðja skipti, sem sú hljómsveit heldur tónleika í Laugardalshöll. Á myndinni sést Bernie Shaw, söngvari Uriah Heep, þenja raddböndin.