Rúmenskur leikstjóri fékk gullpálmann í Cannes

Cristian Mungiu með gullpálmann sem leikkonan Jane Fonda afhenti honum …
Cristian Mungiu með gullpálmann sem leikkonan Jane Fonda afhenti honum í kvöld. Reuters

Rúmenski leikstjórinn Cristian Mungiu fékk í kvöld gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir myndina 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar.. Suður-kóreska leikkonan Jeon Do-yeon var valin besta leikkonan á hátíðinni fyrir myndina Secret Sunshine. Rússinn Konstantin Lavronenkó var valinn besti karlleikarinn fyrir myndina Bannfæringuna eftir Andrei Zviagintsev.

Mynd Mungiu fjallar um stúlku sem gengst undir ólöglega fóstureyðingu í smábæ í Rúmeníu á tímum kommúnistastjórnar Nicolae Ceaucescu á síðustu öld. Nafn myndarinnar vísar til aldurs fóstursins þegar því er eytt. „Þetta er eins og ævintýri," sagði Mungui eftir að bandaríska leikkonan Jane Fonda hafði afhent honum gullpálmann. Hann bætti við að ekki væri nauðsynlegt að hafa mikið fjármagn og stórstjörður til að segja sögur.

Bandaríkjamaðurinn Julian Schnabel var valinn besti leikstjóri hátíðarinnara fyrir myndina Kafarabjallan og fiðrildið. Myndin er á frönsku og er byggð á endurminningum fransks ritstjóra, sem fær heilablóðfall og lamast en lærir að skrifa á ný með því að depla augnalokunum.

Þá fékk japanska kvikmyndin Morgunskógurinn, sem fjallar um dauða og sorg, svonefnd Grand Prix verðlaun. Svonefnd dómnefndarverðlaun fengu teiknimynd um líf ungrar stúlku í Írak og kvikmynd eftir mexíkóska leikstjórann Carlos Reygadas um mennonítasamfélag í Mexíkó.

Þá fékk bandaríski leikstjórinn Gus Van Sant sérstök verðlaun, sem veitt voru í tilefni þess að Cannes-hátíðin er 60 ára. Van Sant fékk verðlaunin fyrir myndina Paranoid Park.

Franski leikarinn Alain Delon afhenti Jeon Do-yeon verðlaun fyrir besta …
Franski leikarinn Alain Delon afhenti Jeon Do-yeon verðlaun fyrir besta leik í Cannes. Reuters
Gus Van Sant fékk sérstök verðlaun í Cannes.
Gus Van Sant fékk sérstök verðlaun í Cannes. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson