Sjóræningjarnir stálu senunni í Norður-Ameríku

Geoffrey Rush, sem Rauðskeggur skipstjóri og Johnny Depp í hlutverki …
Geoffrey Rush, sem Rauðskeggur skipstjóri og Johnny Depp í hlutverki Jack Sparrow.

Þriðja myndin um sjóræningjana í Karíbahafi fékk langmesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina þótt hún sé næstum þriggja tíma löng. Áætlað er að tekjur af sýningu myndarinnar hafi numið 126,5 milljónum dala, sem er 9 milljónum minna en önnur myndin í röðinni aflaði þegar hún var frumsýnd fyrir tveimur árum.

Þriðja teiknimyndin um Skrekk, sem var í efsta sæti um síðustu helgi, fór niður í 2. sætið og þriðja myndin um Köngulóarmanninn fór niður í þriðja sæti.

Ný mynd, Bug, með Ashely Judd í aðalhlutverki, fór beint í 4. sætið og önnur ný mynd, Waitress, með Keri Russell í aðalhlutverki, fór í 5. sætið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar