Át 36 pylsur á 12 mínútum

Víða um Bandaríkin fara nú fram pylsuátkeppnir en um er að ræða undankeppnir fyrir meistaramótið í pylsuáti, sem fer fram 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, á Coney Island í New York. Eitt frægasta pylsuátvaglið í Bandaríkjunum er Sonya Thomas og hún var öruggur sigurvegari í keppninni í Philadelphiu um helgina.

Thomas, sem er fædd í Suður-Kóreu, vegur aðeins 45 kíló en pylsurnar hverfa ofan í hana með ógnarhraða. Í keppninni nú var hún aðeins 12 mínútur að borða þrjár tylftir af pylsum í brauði.

Á eftir sagðist hún þó vera óánægð með sjálfa sig vegna þess að henni tókst ekki að borða 40 pylsur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar