Mads Mikkelsen leikur Stravinskí

Mads Mikkelsen, sem hér sést ásamt Daniel Craig, er einn …
Mads Mikkelsen, sem hér sést ásamt Daniel Craig, er einn kunnasti kvikmyndaleikari Dana. AP

Danski leikarinn Mads Mikkelsen hefur samþykkt að leika rússneska tónskáldið Ígor Stravinskí í væntanlegri kvikmynd, sem á að fjalla um samband Stravinskís og Coco Chanel, sem var frægur tískuhönnuður. Franska leikkonan Marina Hands leikur Chanel.

Að sögn danskra fjölmiðla verður kvikmyndin tekin upp í París í september en hún á að gerast á þriðja áratug síðustu aldar. Bandaríski leikstjórinn William Friedkin leikstýrir myndinni en hann er þekktastur fyrir myndirnar der Exorcist og The French Connection.

Myndin Coco & Igor er byggð á skáldsögu eftir Chris Greenhalgh, sem kom út 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar