The Police hefja tónleikaferð sína um heiminn í dag

The Police, með Sting í fararbroddi, munu leika á tónleikum …
The Police, með Sting í fararbroddi, munu leika á tónleikum vítt og breitt um heiminn næstu fimm mánuði. Reuters

Bresku popprokkararnir í The Police hefja tónleikaferð sína um heiminn í Vancouver í Kanada í dag, 21 ári eftir seinustu stóru tónleikana. Sem kunnugt er hafa þeir Sting, trymbillinn Stewart Copeland og gítarleikarinn Andy Summers komið saman á ný, en leiðir þeirra skildu um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þeir hafa hinsvegar æft stíft saman frá því í mars.

Þeir munu koma til Bretlands þann 8. september og munu þeir halda tvenna tónleika á Twickenham-íþróttaleikvanginum.

Þá hefur hljómsveitin staðfest að hún muni gefa út plötu með 30 vinsælustu lögum sveitarinnar, og mun platan koma út um allan heim í kringum miðjan júní.

Summers hefur lofað aðdáendum sveitarinnar að hljómsveitin muni hljóma fersk á tónleikunum.

„Við eigum öll þessi frægu lög en við lítum á þau sem nýtt efni,“ sagði hann í viðtali hjá Vancouver Sun.

„Við höfum endurunnið þau upp að vissu marki, en það er auðvitað deginum ljósara að allir frægu hljómarnir eru þarna. Þú getur ekki spilað „Every Breath You Take“ án þess að ég sé á gítarnum.“

„Við erum stanslaust að fikta í þeim, vegna þess að þau eru lifandi. Þau lifa, þau eru ekki dauð. Við eyddum síðustu tveimur mánuðum í að endursetja og fikta þar til við voru sáttir um að þetta væri nógu gott.“

Copeland hefur hinsvegar viðurkennt að það ríki enn ákveðin spenna á milli félaganna á stundum, enda séu þeir allir sterkir persónuleikar. Oft leiðir spennan til rifrilda á meðan þeir eru að þróa tónlistarhugmyndir sínar.

„Við spilum vel saman í tvo eða þrjá daga, og svo förum við að fara í taugarnar hver á öðrum,“ sagði hann í samtali við Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir