Kennari á áttræðisaldri kleif Everest

Hæsta fjall heims, Everst, er 8848 metrar yfir sjávarmáli.
Hæsta fjall heims, Everst, er 8848 metrar yfir sjávarmáli. Reuters

Sjötíu og eins árs japanskur kennari á eftirlaunum varð elsti maður í heimi til að klífa hæsta tind heims í síðustu viku. Katsusuke Yanagisawa kleif 8848 metra upp Everest-fjall síðast liðinn þriðjudag og naut útsýnisins í hálftíma áður en haldið var niður á ný.

„Það gladdi mig mjög að ná tindinum því þá var ekkert eftir annað en að halda niður,” sagði Yanagisawa í viðtali við fjölmiðla.

Yanagisawa sló met sem landi hans setti í maí í fyrra en Yanagisawa er ári eldri en fyrri methafi.

Fyrsta konan til að klífa Everest, Junko Tabei var einnig japönsk. Hún náði tindinum 1975.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar