Lohan í meðferð að nýju

Leikkonan Lindsay Lohan við frumsýningu myndar sinnar Georgia Rule í …
Leikkonan Lindsay Lohan við frumsýningu myndar sinnar Georgia Rule í New York þann 8. maí. Reuters

Kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan er sögð ætla að fara í áfengis- og fíkniefnameðferð að nýju síðar í þessari viku en leikkonan var handtekin fyrir akstur undir áhrifum eftir að hún missti stjórn á bíl sínum á laugardagskvöld. „Hún gerir sér grein fyrir því að það er það rétta. Hún fer sjálfviljug,” segir ónefndur heimildarmaður tímaritsins In Touch Weekly.

Lohan er þó sögð hafa drukkið töluvert í samkvæmi 944 Magazine Í Teddy's næturklúbbnum í Hollywood á sunnudagskvöld og er haft eftir henni að henni væri nákvæmlega sama um það hverjar afleiðingarnar af handtöku hennar yrðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar