Nicole Richie upp á kant við móður sína

Nicole Richie og Paris Hilton í samkvæmi nýlega.
Nicole Richie og Paris Hilton í samkvæmi nýlega. AP

Hin bandaríska Nicole Richie, sem er einna þekktust fyrir að vera vinkona Parisar Hilton og dóttir söngvarans Lionel Richie, er sögð hafa neitað að heimsækja móðir sína Brendu á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir legnámaðgerð. „Nicole kom ekki að heimsækja hana. Þeim hefur ekki komið vel saman að undanförnu,” segir heimildarmaður dagblaðsins New York Post.

Talið er hugsanlegt að rekja megi mikið þyngdartap Nicole á undanförnum mánuðum til ósættis hennar og móður hennar. Áður hafði henni hins vegar sinnast við Hilton, sem vinnur með henni að raunveruleikaþættinum Simple Life og í kjölfar þess töluðust þær ekki við í u.þ.b. ár.

Nicole, sem er 25 ára, er nú í meðgerð vegna þyngdartapsins en fyrir nokkrum árum komst hún yfir heróínfíkn. Nicole er alin upp af Brendu og Lionel Richie og samdi hann lagið Ballerina Girl um hana.

Lionel og Brenda tóku Nicole að sér er hún var þriggja ára en ættleiddu hana þó ekki formlega fyrr en hún var níu ára gömul. Skömmu síðar skildu þau eftir sextán ára hjónaband en Lionel hafði þá tekið upp samband við Diane Alexander sem hann kvæntist síðar og eignaðist tvö börn með. Þau skildu síðan eftir sjö ára hjónaband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan