Spáð í áhrif fangelsisvistar á ímynd Parisar

Paris Hilton eftir að fangelsisdómur var kveðinn upp yfir henni …
Paris Hilton eftir að fangelsisdómur var kveðinn upp yfir henni þann 4. maí. Reuters

Fatahönnuðurinn Alvin Valley segist hafa trú á því að það muni hafa góð áhrif á vinkonu sína Paris Hilton að fara í fangelsi þar sem hún muni koma grennri, fegurri og virtari þaðan út. „Fangelsisvistin verður það besta sem komið hefur fyrir Paris Hilton,” segir hann en Hilton á að sitja inni í 23 daga í júní fyrir að brjóta skilorð með því að aka án ökuleyfis.

Aðrir vinir Hilton eru á sama máli og segja að það muni einungis auka hróður hennar að hafa setið í fangelsi. Þá muni það hafa góð áhrif á húð hennar og hár að fá hvíld frá snyrtivörum. Hilton þykir gott dæmi um einstakling sem er fyrst og fremst frægur fyrir það að vera frægur.

Rithöfundurinn David Patrick Columbia, sem er vinur Hilton fjölskyldunnar er í ekki á sama máli. „Akstur undir áhrifum áfengis er alvarlegur glæpur sem getur valdið dauðsföllum. Fangelsi er allt annar hlutur en sú sápuópera sem umheimurinn hefur haft gaman af að fylgjast með að undanförnu. Þetta gæti hæglega markað endalok Parisar Hilton."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir