Ungfrú Alheimur krýnd í Mexíkó

Ungfrú Japan, Riyo Mori var krýnd Ungfrú alheimur.
Ungfrú Japan, Riyo Mori var krýnd Ungfrú alheimur. Reuters

Jap­anska fyr­ir­sæt­an Riyo Mori var krýnd Ung­frú Al­heim­ur 2007 í feg­urðarsam­keppn­inni sem hald­in var í Mexí­kó­borg í gær­kvöldi. Kepp­end­ur frá 77 lönd­um tóku þátt en sænski kepp­and­inn mætti ekki í mót­mæla­skyni þar sem Sví­um þykir keppn­in hlut­gera kon­ur og niður­lægja þær.

Mori sem er tví­tug varð að von­um tár­vot og glöð við sig­ur­inn. Hún er önn­ur jap­anska feg­urðardrottn­ing­in sem krýnd hef­ur verið í keppn­inni, sú fyrri var Aki­ko Kojima sem krýnd var 1959.

Mori fær af­not af íbúð í New York í eitt ár, laun sem ekki eru gef­in upp, full­an fata­skáp og skart­gripi og greidd verða fyr­ir hana skóla­gjöld til tveggja ára í kvik­mynda­skóla í New York.

Í öðru sæti varð Na­talia Guim­araes, 22, frá Bras­il­íu og í þriðja sæti varð Ly Jonait­is, 21, frá Venesúela.

Púað var á Ung­frú Banda­rík­in, Rachel Smith og með því vildi fólk mót­mæla þeirri meðferð sem Mexí­kó­ar fá í Banda­ríkj­un­um, hún varð í fimmta sæti.

Japanska fegurðardrottningin í sundfötum.
Jap­anska feg­urðardrottn­ing­in í sund­föt­um. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér finnst vinir þínir vilja stefna þér til einhvers, sem þér fellur ekki. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á svo þér er best að halda áfram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér finnst vinir þínir vilja stefna þér til einhvers, sem þér fellur ekki. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á svo þér er best að halda áfram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason