Paula Abdul segist hafa fundið tilgang sinn í American Idol

Paula Abdul
Paula Abdul Reuters

Hin 44 ára gamla söngkona, Paula Abdul, segist loks hafa fundið tilgang sinn í lífinu eftir að hún tók við starfi sem dómari í söngvakeppninni American Idol. Segist hún hafa vitað síðan hún var lítil stúlka að tilgangur hennar væri að ná því besta fram í fólki og hvetja það til velgengni.

„Að vera dómari í American Idol er mun mikilvægara en að hafa unnið Grammy verðlaun og selt milljónir platna.” Þetta kemur fram í viðtali við Abdul í nýjasta tölublaði glanstímaritsins OK!

Abdul er með taugasjúkdóm sem veldur miklum kvölum, en hún lenti í áreksti árið 1987 og meiddist í nauðlendingu flugvélar snemma á tíunda áratugnum. Hún segist vera á lyfjum vegna verkjanna og gangist reglulega undir nudd og nálastungumeðferðir, og að ekkert sé hæft í hegðun hennar í þáttunum sé furðuleg.

„Ef ég lít út fyrir að vera útvinda þá er það vegna þess að ég er það, ég sef oft lítið vegna verkja”, segir Abdul. „Ég hef aldrei orðið drukkin, ég tek ekki eiturlyf, og ásakanir þess eðlis eru ekkert annað en ærumeiðingar.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan