Rod Stewart kemur upp um eigin smæð

Rod Stewart er enginn risi við hlið kærustunnar Penny Lancaster.
Rod Stewart er enginn risi við hlið kærustunnar Penny Lancaster. Reuters

Skoski söngv­ar­inn Rod Stew­art kom óvart upp um eig­in smæð í út­varps­viðtali í Banda­ríkj­un­um. Hann hef­ur ávalt haldið því fram að hann væri tæp­ir 1,78 metr­ar á hæð en annað kom á dag­inn í viðtal­inu.

„Það er margt sem fólk veit ekki um mig með þeirri und­an­tekn­ingu að ég er alls ekki 1,54 metr­ar. Ég verð pirraður þegar fólk seg­ir að þarna sé hinn litli Rod Stew­art með Penny Lanca­ster. Það pirr­ar mig mjög. Ég er næst­um 1,56 metr­ar,” sagði Stew­art en hann er trú­lofaður fyr­ir­sæt­unni Penny Lanca­ster sem er rúm­lega 1,85 metr­ar.

Lanca­ster hef­ur viður­kennt að Stew­art er ekki meðal hæstu manna þegar hún sagðist vera glöð að 18 mánaða son­ur þeirra væri lengri en börn á hans aldri eru að meðaltali.

Stew­art hef­ur aldrei átt í vand­ræðum með að ving­ast við há­vaxn­ar kon­ur þrátt fyr­ir að vera ekki hár í loft­inu sjálf­ur. Hann hef­ur áður verið gift­ur fyr­ir­sæt­un­um Rachel Hun­ter og Alönu Hamilt­on og verið með Dee Harringt­on og leik­kon­unni frægu, Britt Ek­land.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka