Rod Stewart kemur upp um eigin smæð

Rod Stewart er enginn risi við hlið kærustunnar Penny Lancaster.
Rod Stewart er enginn risi við hlið kærustunnar Penny Lancaster. Reuters

Skoski söngvarinn Rod Stewart kom óvart upp um eigin smæð í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum. Hann hefur ávalt haldið því fram að hann væri tæpir 1,78 metrar á hæð en annað kom á daginn í viðtalinu.

„Það er margt sem fólk veit ekki um mig með þeirri undantekningu að ég er alls ekki 1,54 metrar. Ég verð pirraður þegar fólk segir að þarna sé hinn litli Rod Stewart með Penny Lancaster. Það pirrar mig mjög. Ég er næstum 1,56 metrar,” sagði Stewart en hann er trúlofaður fyrirsætunni Penny Lancaster sem er rúmlega 1,85 metrar.

Lancaster hefur viðurkennt að Stewart er ekki meðal hæstu manna þegar hún sagðist vera glöð að 18 mánaða sonur þeirra væri lengri en börn á hans aldri eru að meðaltali.

Stewart hefur aldrei átt í vandræðum með að vingast við hávaxnar konur þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu sjálfur. Hann hefur áður verið giftur fyrirsætunum Rachel Hunter og Alönu Hamilton og verið með Dee Harrington og leikkonunni frægu, Britt Ekland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup