Calum Best segist líkjast föður sínum

Calum Best segist líkjast föður sínum George Best.
Calum Best segist líkjast föður sínum George Best. Reuters

Calum Best, sonur fótboltakappans George Best og fyrrum kærasti leikkonunnar Lindsay Lohan, hefur greint frá því í viðtali við breska blaðið The Sun að hann eigi við sömu vandamál að stríða og drógu föður hans til dauða. „Ég er slæmur strákur. Ég fer út að drekka, neyti kókaíns og geri heimskulega siðspillta hluti með röngum konum,” segir hann. Þetta kemur fram á fréttavef Ananova.

„Ég drekk of mikið þannig að það fer allt úr böndunum. Úr áfenginu liggur leiðið í kókið og kókið leiðir til siðspillingarinnar, rangra einstaklinga á röngum stöðum. Ég er blóðheitur karlmaður og ég er kynlífsfíkill.” Þá segist hann ekki kenna föður sínum um þessa eiginleika sína þó þeir séu greinilega frá honum komnir. „Ég þarf ekki að verða eins og pabbi en ég finn blóð hans renna um æðar mér. Ég þarf að takast á við vandamál mín áður en það verður um seinan. Fíknin er hluti af mér. Ég kenni ekki pabba um það en hann var eins. Það má vel vera að hann hafi verið stórkostlegur fótboltakappi og heillandi manneskja en það er sorglegt hvernig áfengi getur eyðilagt líf manns."

Þá segist hann ekki vilja verða ævi sinni í drykkju og fíkniefnaneyslu með röngum konum og hann líti því á birtingu mynda af honum í ástarleik með tveimur vændiskonum sem viðvörun um það að hann þurfi að taka sig á og taka ábyrgð á lífi sínu.

Calum Best er líkur föður sínum.
Calum Best er líkur föður sínum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar