Harry Potter skemmtigarður í smíðum

Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter.
Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter. Reuters

Í vændum er að opna skemmtigarð byggðan á ævintýrum Harry Potters eftir tvö ár innan Universal skemmtigarðinum í Flórída. Mikil leynd hefur hvílt yfir áformunum en nýlega náðust samningar við höfund bókanna, J. K. Rowling sem sagðist vera ánægð með fyrirhugaðan garð.

Rowling sagði jafnframt í samtali við BBC að hún tryði því að aðdáendur bókanna yrðu ekki fyrir vonbrigðum með skemmtigarðinn.

Garðurinn er hannaður af Stuart Craig sem hefur unnið að leikmyndahönnun kvikmyndanna um Harry Potter og í honum verða leiktæki, rússíbanar og annað slíkt byggt á ævintýrum bókanna.

Bækurnar hafa verið þýddar á 65 tungumál og selst í meira en 325 milljón eintökum.

Kvikmyndirnar hafa tekið inn meira en 3,5 milljarða bandaríkjadala samanlagt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar