Miðasala á tónleika Air hefst á morgun

Rafpoppdúettinn Air.
Rafpoppdúettinn Air.

Miðasala á tónleika frönsku hljómsveitarinnar Air í Laugardalshöll hefst á morgun kl. 10. Miðaverð er 3900 kr í stæði, 4500 kr í palla og 5500 kr í stúku. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar, BT á landsbyggðinni og á Midi.is.

Air hefur í rúman áratug notið mikilla vinsælda hér á landi. Tónleikarnir eru síðasta atriðið og lokahnykkurinn í dagskrá Pourquoi Pas? – Fransks vors á Íslandi.

Hljómsveitin, sem er skipuð þeim Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel, er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í tónleika sína, leika af fingrum fram og koma með óvænt útspil í hvívetna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir