Nerdrum tekur þátt í blaðamannafundi í Ósló

Odd Nerdrum.
Odd Nerdrum. mbl.is/Ásdís

Boðað hef­ur verið að list­mál­ar­inn Odd Ner­dr­um verði viðstadd­ur blaðamanna­fund, sem boðað hef­ur verið til í Ósló í dag í til­efni af bók, sem verið er að gefa út um verk Ner­drums. Þetta vek­ur tals­verða at­hygli þar í landi en Ner­dr­um lýsti því yfir árið 2002 að hann ætlaði aldrei að veita norsk­um fjöl­miðlum viðtöl fram­ar. Í kjöl­farið flutti hann til Íslands og er nú með ís­lensk­an rík­is­borga­rétt.

Dag­bla­det seg­ir, hef­ur eft­ir tals­manni bóka­út­gáf­unn­ar, sem gef­ur nýju bók­ina út, að Ner­dr­um hafi fall­ist á að taka þátt í kynn­ingu á bók­inni og vera á blaðamanna­fund­in­um í dag en ekki sé vitað til þess að hann ætli að veita önn­ur viðtöl.

Ner­dr­um hef­ur aldrei upp­lýst hvers vegna hann ákvað að flytja frá Nor­egi. Norsk­ir fjöl­miðlar hafa sent blaðamenn til Íslands til að reyna að ná af hon­um tali en án ár­ang­urs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son