Nerdrum tekur þátt í blaðamannafundi í Ósló

Odd Nerdrum.
Odd Nerdrum. mbl.is/Ásdís

Boðað hefur verið að listmálarinn Odd Nerdrum verði viðstaddur blaðamannafund, sem boðað hefur verið til í Ósló í dag í tilefni af bók, sem verið er að gefa út um verk Nerdrums. Þetta vekur talsverða athygli þar í landi en Nerdrum lýsti því yfir árið 2002 að hann ætlaði aldrei að veita norskum fjölmiðlum viðtöl framar. Í kjölfarið flutti hann til Íslands og er nú með íslenskan ríkisborgarétt.

Dagbladet segir, hefur eftir talsmanni bókaútgáfunnar, sem gefur nýju bókina út, að Nerdrum hafi fallist á að taka þátt í kynningu á bókinni og vera á blaðamannafundinum í dag en ekki sé vitað til þess að hann ætli að veita önnur viðtöl.

Nerdrum hefur aldrei upplýst hvers vegna hann ákvað að flytja frá Noregi. Norskir fjölmiðlar hafa sent blaðamenn til Íslands til að reyna að ná af honum tali en án árangurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup