Ný vara ver fræga fólkið fyrir papparazzi ljósmyndurum

Paris Hilton getur nú óhrædd gert skandala án þess að …
Paris Hilton getur nú óhrædd gert skandala án þess að eiga á hættu að lenda á forsíðu slúðurblaðanna. Reuters

Nýr vökvi, sem byggir á nanótækni, ver fræga fólkið fyrir ágengum ljósmyndurum. Vökvinn gerir það að verkum að ef honum er úðað á flöt verður hann að hvítum, ógreinilegum bletti á mynd. Fræga fólkið getur því nú ferðast óhindrað um án þess að eiga það á hættu að lenda í slúðurblöðunum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten í dag.

Varan var upphaflega hönnuð til notkunar á bílnúmerplötur. Bandaríska fyrirtækið PhantomPlate, sem gerir Photoblocker úðann, segir á heimasíðu sinni að þegar mynd er tekin virki það eins og ef hún sé tekin með flassi á spegil. Það sé því ekki hægt að þekkja viðfangsefni myndarinnar.

Hvergi kemur fram hversu góð áhrif efnið, sem hannað var fyrir númeraplötur, hefur á húð fallega, fræga fólksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson