Prince vildi ekki Jackson

Prince.
Prince. Reuters

Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince er sagður hafa hafnað boði Michaels Jacksons um að koma með sér á tónleikaferðalag. Talið er að Jackson hafi grátbeðið Prince um að spila með sér á nokkrum tónleikum til þess að hjálpa sér að koma tónlistarferli sínum á réttan kjöl að nýju. Prince hafði hins vegar lítinn áhuga og sagði Jackson að hann væri nú þegar búinn að leggja drög að sínu eigin tónleikaferðalagi síðar á þessu ári.

Jackson kom nýverið fram í 25 ára afmæli soldánsins af Brúnei, og hlaut fimm milljónir punda að launum, en það nemur rúmum 600 milljónum íslenskra króna. Að flutningi loknum heyrðist Jackson kvarta yfir áhugaleysi Prince. „Michael virtist vera mikið niðri fyrir vegna þessa. Hann sagðist hafa talað við Prince, en hann sýndi honum engan áhuga," sagði gestur í veislunni í samtali við breska blaðið The Sun.

Samkvæmt heimildamönnum blaðsins hafði Prince fyrst og fremst áhyggjur af því að falla í skuggann af Jackson ef af tónleikunum yrði.

Michael Jackson er einn vinsælasti tónlistarmaður poppsögunnar, en hann var á hátindi frægðar sinnar á níunda áratug síðustu aldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka