Trommari The Police segir endurkomu sveitarinnar „ótrúlega slappa“

Copeland á æfingu með sveitinni í febrúar.
Copeland á æfingu með sveitinni í febrúar. Reuters

Trommari rokkhljómsveitarinnar The Police, Stewart Copeland, segir að endurkomutónleikar sveitarinnar eftir 20 ára hlé hafi verið „ótrúlega slappir“, að því er fram kom á vefsíðunni hans í gær. Sagði hann í smáatriðum frá öllum mistökum hljómsveitarmeðlimanna á tvennum tónleikum í Vancouver í Kanada.

Sagði hann í smáatriðum frá öllum mistökum hljómsveitarmeðlimanna á tvennum tónleikum í Vancouver í Kanada.

Copeland sagðist hafa hrasað á leiðinni á sviðið og söngvarinn Sting og gítarleikarinn Andy Summers hafi ekki verið í takt.

„Þetta er ótrúlega slappt. Við erum hvorki meira né minna en The Police, og við erum alveg úti að aka.“

Klúðrið hafi eyðilagt flutninginn á sumum frægustu lögum sveitarinnar, eins og til dæmis Every Little Thing She Does is Magic og Don´t Stand so Close to Me. Sting hafi verið eins og áttavilltur auli fremur en frægt rokkgoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir