Trommari rokkhljómsveitarinnar The Police, Stewart Copeland, segir að endurkomutónleikar sveitarinnar eftir 20 ára hlé hafi verið „ótrúlega slappir“, að því er fram kom á vefsíðunni hans í gær. Sagði hann í smáatriðum frá öllum mistökum hljómsveitarmeðlimanna á tvennum tónleikum í Vancouver í Kanada.
Sagði hann í smáatriðum frá öllum mistökum hljómsveitarmeðlimanna á tvennum tónleikum í Vancouver í Kanada.
Copeland sagðist hafa hrasað á leiðinni á sviðið og söngvarinn Sting og gítarleikarinn Andy Summers hafi ekki verið í takt.
„Þetta er ótrúlega slappt. Við erum hvorki meira né minna en The Police, og við erum alveg úti að aka.“
Klúðrið hafi eyðilagt flutninginn á sumum frægustu lögum sveitarinnar, eins og til dæmis Every Little Thing She Does is Magic og Don´t Stand so Close to Me. Sting hafi verið eins og áttavilltur auli fremur en frægt rokkgoð.