Michael ók undir áhrifum „lyfjakokkteils"

George Michael.
George Michael. Reuters

Poppstjarnan George Michael ók undir áhrifum þunglyndislyfja, kannabis og lyfsins GHB í október síðastliðnum. Breskur dómstóll staðfesti í síðustu viku að þetta væri niðurstaða rannsóknar á blóðsýni úr söngvaranum. Lögreglumenn komu að Michael rænulausum undir stýri.

Ónefndur ökumaður hafði skömmu áður tilkynnt lögreglu í Cricklewood í norðvestanverðri Lundúnaborg að Mercedes Benz-bifreið væri kyrrstæð við umferðarljós í hverfinu og hindraði umferð. Þó svo Michael hafi neytt kannabisefna er það ekki talin orsök þess að hann leið út af undir stýri. Saksóknari sagði við réttarhöldin að vitað væri til þess að lögleg og lyfseðilsskyld lyf yllu þessum áhrifum, sem eru svipuð og áhrif af lyfinu GHB, sem er ólöglegt og hefur sljóvgandi áhrif.

Dómur verður kveðinn upp í máli Michael 8. júní næstkomandi. Hann gekkst við því þegar málið var tekið fyrir í síðasta mánuði að hann væri háður lyfseðilsskyldum lyfjum en sagði að mikil þreyta hefði einnig haft sitt að segja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup