Nóbelsskáldið Günter Grass skiptir um útgefanda á Íslandi

Günter Grass.
Günter Grass. Reuters
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.isKrabbagangur

Krabbagangur fjallar um stærsta skipsskaða 20. aldar þegar sovéskur kafbátur sökkti farþegaskipinu Willem Gustoff í lok heimsstyrjaldarinnar síðari.

Bókin vakti gríðarlega athygli í Þýskalandi þegar hún kom þar út, enda fjallar Grass þar um mál sem legið hafði í þagnargildi þar í landi – þjáningar Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Hún hefur komið út víða um lönd og fengið mikið lof.

Blikktromman eftir Günter Grass var gefin út í þýðingu Bjarna Jónssonar fyrir nokkrum árum og var höfundurinn gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík af því tilefni.

Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Veröld segir Günter Grass einhvern merkasta höfund 20. aldar og að það sé Veröld mikill heiður og ánægja að fá að gefa út verk Nóbelsskáldsins hér á landi. Pétur Már var einnig útgefandi Grass á meðan verk hans komu út undir merkjum Vöku-Helgafells og Eddu og hafði frumkvæði að heimsókn hans til Íslands á sínum tíma.

„Þetta er mjög ánægjulegt – ég er glaður og ánægður með að fá aftur að gefa út verk Günters Grass. Þau eiga fullt erindi við Íslendinga," segir Pétur Már. Hann segir ekki hafa verið rætt hvort öll verkaskrá skáldsins í íslenskum þýðingum færist yfir til Veraldar. „Við erum fyrst og fremst að tala um nýju bókina. Blikktromman er enn á markaði og ekkert hefur verið um það rætt hvort við tökum hana yfir líka. Þegar höfundur hefur ákveðið að skipta um forlag, þá fer forgangsréttur að útgáfu verka hans til þess. Það eru ekki gerðir langtímasamningar, en gert er ráð fyrir að samningurinn nái til næstu verka höfundarins."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka