París Hilton sögð hafa það ágætt í fangelsinu

Hér má sjá vaxmynd af Parísi Hilton íklædda fangabúningi að …
Hér má sjá vaxmynd af Parísi Hilton íklædda fangabúningi að hætti Dalton-bræðra sem búið er að koma fyrir í Madame Tussauds vaxmyndasafninu í New York. AP

Lögmaður Parísar Hilton, Richard A. Huttin, segir að fyrsta nóttin hennar á bak við lás og slá í fangelsi í Los Angeles hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Hutton segir að hún muni nú nýta tímann „endurskoða líf sitt svo hún geti séð hvað hún geti gert til þess að gera heiminn að betri stað.“

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið viðstödd MTV-kvikmyndahátíðina á sunnudag hóf hin 26 ára gamla Hilton að afplána refsinguna, segir á fréttavef BBC.

Hún mun dvelja í sérstakri álmu í fangelsinu í 23 daga vegna dómsins sem hún hlaut fyrir að keyra án ökuleyfis og fyrir að hafa brotið gegn skilorði.

Dægurdrottningunni og hótelerfingjanum mun ekki ganga um á meðal almennra fanga. Hún dvelur sérstakri álmu sem fyrr segir þar sem eru 12 fangaklefar. Tveir fangar gista í hverjum klefa.

Klefinn er 3,7 x 2,4 m á stærð og í honum eru tvö rúm, skrifborð, vaskur, klósett og lítill gluggi.

Hilton er gert að dvelja í 23 klukkustundir á degi hverjum inni í fangaklefanum. Hún fær hinsvegar eina klukkustund dag hvern til þess að fara í sturtu, horfa á sjónvarpið eða til að hringja símtal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård