Gisele Bundchen gagnrýnir kaþólsku kirkjuna

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen finnst skilaboð kaþólsku kirkjunnar gamaldags. Hér …
Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen finnst skilaboð kaþólsku kirkjunnar gamaldags. Hér er hún tískusýningu í Ríó de Janeiro í gær. Reuters

Bras­il­íska of­ur­fyr­ir­sæt­an Gisele Bunchen gagn­rýn­ir op­in­ber­lega kaþólsku kirkj­una fyr­ir að út­breiða gam­aldags viðhorf til getnaðar­varna. Hún sagði við bras­il­ískt dag­blað að nú á tím­um lifi eng­in skir­lífi fyr­ir gift­ingu og það geti ekki farið sam­an að banna smokka og fóst­ur­eyðing­ar.

Fyr­ir­sæt­an sagði við dag­blaðið Fohla í Sao Pau­lo að kaþólska kirkj­an verði að breyta viðhorfi sínu til getnaðar­varna þar sem all­ir lifi kyn­lífi fyr­ir gift­ingu. „Viðhorf þeirra til getnaðar­varna er gam­aldags þar sem það var tekið upp inn­an kirkj­unn­ar þegar kon­ur og karl­ar voru skír­líf."

Hún sagði enn­frem­ur að smokk­ar séu nauðsyn­leg­ir til að koma í veg fyr­ir út­breiðslu kyn­sjúk­dóma og að banna notk­un þeirra væri fá­rán­legt. „Hvernig er hægt að banna fólki að nota smokka og líka að fara í fóst­ur­eyðing­ar ? Það er óhugs­andi, því miður,"

Rétt tæp­ur mánuður er síðan Bene­dikt XVI, páfi, gagn­rýndi lög um fóst­ur­eyðing­ar og getnaðar­varn­ir í fimm daga heim­sókn sinni til Bras­il­íu sem er fjöl­menn­asta kaþólska ríki heims. Bras­il­ísk stjórn­völd dreifðu ný­verið um 300 millj­ón­ir ókeyp­is smokk­um til að leggja sitt á vog­ar­skál­arn­ar í bar­átt­unni gegn út­breiðslu al­næmi og kyn­sjúk­dóma

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Eini möguleikinn til að halda geðheilsunni þessa dagana á heimilinu, er að hlæja. Verið viss um hvað þið viljið, þegar á hólminn er komið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Eini möguleikinn til að halda geðheilsunni þessa dagana á heimilinu, er að hlæja. Verið viss um hvað þið viljið, þegar á hólminn er komið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant