Gisele Bundchen gagnrýnir kaþólsku kirkjuna

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen finnst skilaboð kaþólsku kirkjunnar gamaldags. Hér …
Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen finnst skilaboð kaþólsku kirkjunnar gamaldags. Hér er hún tískusýningu í Ríó de Janeiro í gær. Reuters

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bunchen gagnrýnir opinberlega kaþólsku kirkjuna fyrir að útbreiða gamaldags viðhorf til getnaðarvarna. Hún sagði við brasilískt dagblað að nú á tímum lifi engin skirlífi fyrir giftingu og það geti ekki farið saman að banna smokka og fóstureyðingar.

Fyrirsætan sagði við dagblaðið Fohla í Sao Paulo að kaþólska kirkjan verði að breyta viðhorfi sínu til getnaðarvarna þar sem allir lifi kynlífi fyrir giftingu. „Viðhorf þeirra til getnaðarvarna er gamaldags þar sem það var tekið upp innan kirkjunnar þegar konur og karlar voru skírlíf."

Hún sagði ennfremur að smokkar séu nauðsynlegir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma og að banna notkun þeirra væri fáránlegt. „Hvernig er hægt að banna fólki að nota smokka og líka að fara í fóstureyðingar ? Það er óhugsandi, því miður,"

Rétt tæpur mánuður er síðan Benedikt XVI, páfi, gagnrýndi lög um fóstureyðingar og getnaðarvarnir í fimm daga heimsókn sinni til Brasilíu sem er fjölmennasta kaþólska ríki heims. Brasilísk stjórnvöld dreifðu nýverið um 300 milljónir ókeypis smokkum til að leggja sitt á vogarskálarnar í baráttunni gegn útbreiðslu alnæmi og kynsjúkdóma

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar