Hulunni svipt af nýjum kærasta Aniston

Jennifer Aniston á rauða dreglinum.
Jennifer Aniston á rauða dreglinum. Reuters

Greint hefur verið frá því að dularfulli maðurinn sem sést hefur í fylgd leikkonunnar Jennifer Aniston að undanförnu sé bresk fyrirsæta og heiti Paul Sculfor. Sculfor mun hafa setið fyrir í auglýsingum fatahönnuða á borð við Jean Paul Gautier og Christian Dior auk þess sem hann lék í Levi's sjónvarpsauglýsingu þar sem hafmeyjur reyndu að klæða hann út buxunum.

Sculfor mun áður hafa verið með breska samkvæmisljóninu og raunveruleikasjónvarpsstjörnunni Lady Victoria Hervey sem ber honum vel söguna. “Hann er indæll náungi. Sannur herramaður. Hann man eftir öllum smáatriðunum, eins og að opna dyrnar. Hann hugsar alltaf um konuna áður en hann hugsar um sjálfan sig,” segir hún í viðtali við tímaritið People. Leikkonan sleit sambandi sínu við leikarann Vince Vaughn í október á síðasta ári en hún var áður gift kvikmyndastjörnunni Brad Pitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar