Hilton send aftur í fangelsið

00:00
00:00

Par­is Hilt­on var færð grát­andi og öskr­andi úr rétt­ar­sal í dag og send aft­ur í fang­elsi eft­ir að dóm­ari kvað upp þann úr­sk­urð að hún skyldi afplána 45 daga fang­els­is­dóm í heild sinni fyr­ir að rjúfa skil­orðsbund­inn dóm sem hún hlaut fyr­ir ölv­unar­akst­ur.

„Þetta er ekki rétt­látt,” æpti Hilt­on með ekka­sog­um og kallaði síðan til móður sinn­ar sem var í rétt­ar­saln­um er dóm­ar­inn kvað upp úr­sk­urð sinn.

Hilt­on hafði fyrr í dag verið færð hand­járnuð til rétt­ar­sal­ar­ins í lög­reglu­bíl sem elt­ur var af frétta­ljós­mynd­ur­um og þyrl­um frétta­stöðva sem lýstu at­b­urðinum í beinni út­send­ingu.

Að sögn frétta­manna á staðnum grét hún án af­láts á meðan rétt­ar­höld­in fóru fram. Hún snéri sér margsinn­is í sæt­inu til for­eldra sinna sem sátu fyr­ir aft­an hana í rétt­ar­saln­um og myndaði orðin „Ég elska ykk­ur” með munn­in­um.

Fyrr um dag­inn hafið verið nokkuð karp um það hvort hún gæti verið í síma­sam­bandi heim­an frá sér en að lok­um ákvað dóm­ar­inn að hún þyrfti að vera viðstödd í eig­in per­sónu.

Enn hef­ur ekki verið gefið upp hvaða lækn­is­fræðilega ástæða varð til þess að hún var send heim í stofufang­elsi með ökkla­band en viðbrögðin við þeirri fregn munu hafa verið mik­il og mann­rétt­inda­sam­tök sem og al­menn­ing­ur létu í sér heyra og fengu yf­ir­völd í Los Ang­eles mörg hundruð tölvu­pósta þar sem fólk lýsti hneyksl­an sinni á því að frægð og pen­ing­ar gætu fengið fólk laust úr fang­elsi.

Lögreglumyndin af Paris Hilton frá því að hún var fyrst …
Lög­reglu­mynd­in af Par­is Hilt­on frá því að hún var fyrst sett inn. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Á kafi í leiðindaverkefnum er undir þér komið að skemmta sjálfum þér. Lærðu að virða hugboð þín því þau geta veitt þér nytsamlegar uppplýsingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Á kafi í leiðindaverkefnum er undir þér komið að skemmta sjálfum þér. Lærðu að virða hugboð þín því þau geta veitt þér nytsamlegar uppplýsingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason