Dómari í Los Angeles hefur skipað Parísi Hilton að mæta fyrir rétt í dag svo hægt verði að ákveða hvort setja Parísi aftur inn í steininn. Hótelerfinginn var leyft að yfirgefa fangelsið í gær eftir að hafa verið þar í þrjá daga, en hún var dæmd í 23 daga fangelsi fyrir að hafa brotið skilorð.
Rafeindabúnaður var festur á Parísi svo hægt verði að fylgjast með ferðum hennar og þá var henni gert að ljúka afplánuninni í stofufangelsi.
Það hefur verið harðlega gagnrýnt að dægurdrottningunni hafi verið sleppt samkvæmt læknisráði.
París mun mæta fyrir dómara kl. níu að staðartíma (kl. 16 að íslenskum) og þar mun dómarinn Michael Sauer, sem dæmdi í máli hennar í maí, hlýða á mál hennar.