Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar

Bandaríski fáninn.
Bandaríski fáninn. AP

Þegar Banda­ríkja­menn eru spurðir að því hvort mann­kynið sé sköp­un­ar­verk Guðs eða afrakst­ur millj­óna ára þró­un­ar, segja flest­ir að bæði sé lík­legt. Þetta kem­ur fram í könn­un USA Today og Gallup sem tók til 1.007 full­orðinna Banda­ríkja­manna dag­ana 1-3 júní.

Á heild­ina litið, sögðust fleiri Banda­ríkja­menn trúa sköp­un­ar­kenn­ing­unni, þeirri kenn­ingu að Guð hafi skapað menn­ina, í þeirri mynd sem þeir eru í dag, á einu bretti ein­hvern tím­ann síðastliðin 10.000 ár.

66 pró­sent sögðust trúa kenn­ing­unni, þar af 39 pró­sent sem töldu al­veg ör­uggt að hún væri sönn, en 27 pró­sent sem töldu að hún væri lík­lega sönn.

53% sögðust hins veg­ar trúa þró­un­ar­kenn­ing­unni, vís­inda­legri kenn­ingu um að maður­inn hafi þró­ast yfir millj­ón­ir ára. 18 pró­sent töldu það ör­uggt að þró­un­ar­kenn­ing­in væri sönn, en 35 pró­sent töldu hana lík­lega til að vera sanna.

Átök­in um það hvor kenn­ing­in sé rétt hef­ur ratað inn í skóla­stof­ur Banda­ríkj­anna und­an­far­in ár, þar sem sum rík­in hafa leitt það í lög að kenn­ar­ar verði að fjalla á gagn­rýn­inn hátt um þró­un­ar­kenn­ingu Char­les Darw­ins.

Nú ný­lega hef­ur þessi grund­vall­ar­spurn­ing skipað for­setafram­bjóðend­ur Re­públi­kana, sem venju­lega standa fyr­ir krist­in gildi í banda­rísku sam­fé­lagi, í bása, þar sem þrír svöruðu því til í síðasta mánuði að þeir tryðu ekki kenn­ing­unni um þróun manns­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka