Pulp-meðlimurinn fyrrverandi Jarvis Cocker hitti föður sinn í fyrsta skipti nýlega, eftir 36 ára aðskilnað, en faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Cocker var sjö ára.
Söngvarinn flaug til Ástralíu ásamt Saskiu systur sinni til að hitta föðurinn sem heitir Mack.
Cocker sagði eftir fundinn að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. "Ef þetta hefði gerst í sjónvarpsþætti þá hefðum við báðir farið að gráta og sagst elska hvor annan. Raunveruleikinn er annar því þótt við séum líffræðilega skyldir þá var þetta eins og að hitta einhvern ókunnugan. Enda hefur ekkert samband foreldris og barns verið okkar á milli um ævina," sagði Cocker um fundinn.
Hann sagðist í gegnum árin hafa byggt upp ákveðna mynd af því hvernig faðir hans væri, en ímyndaði pabbinn var ekkert eins og sá raunverulegi.
"Ég hafði byggt upp mynd af þeim manni sem ég hélt að hann væri en svo mætti ég raunveruleikanum og það var erfitt," sagði Cocker í viðtali við Radio Times.