Paris Hilton unir dómi

Fangelsisklefi í Century Regional fangelsinu í Kaliforníu þar sem Paris …
Fangelsisklefi í Century Regional fangelsinu í Kaliforníu þar sem Paris Hilton dvelur STAFF

Sam­kvæm­isljónynj­an Par­is Hilt­on ætl­ar ekki að áfrýja ákvörðun dóm­ara um að senda hana aft­ur í fang­elsi eft­ir stutta vist í stofufang­elsi á heim­ili sínu. Í yf­ir­lýs­ingu sem Hilt­on sendi á slúður­vef­inn TMZ.com þar sem seg­ir að hún hafi ákveðið, eft­ir að hafa ráðfært sig við lækna sína, að hún muni ljúka fang­elsis­vist­inni mögl­un­ar­laust.

Mikla at­hygli vakti þegar dóm­ari ákvað á föstu­dags að eng­in gild ástæða væri fyr­ir því að leyfa Hilt­on að ljúka afplán­un í stofufang­elsi á heim­ili sínu. Hún var leidd grát­andi og hróp­andi úr rétt­ar­saln­um og aft­ur í fang­elsi.

Ann­an tón kveður þó við í yf­ir­lýs­ingu Hilt­on þar sem hún seg­ir fang­elsis­vist­ina það lang-erfiðasta sem hún hafi þurft að ganga í gegn um, en að hún hafi nýtt tím­ann til að íhuga og að hún hefði lært verðmæta lex­íu af raun­um sín­um.

Enn er óvíst hve lengi Hilt­on mun dúsa í fang­elsi, hún var dæmd í 45 daga fang­elsi, sem að öllu jöfnu hefði verið stytt í 23 daga vegna góðrar hegðunar. Stofufang­elsis­vist­in átti hins veg­ar að vera 40 dag­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir