Heimsins stærsta Gay Pride ganga

Þrjár milljónir manna gengu saman á Gay Pride í São …
Þrjár milljónir manna gengu saman á Gay Pride í São Paulo. AP

Heimsmet var slegið þegar þrjár milljónir manna söfnuðust saman í borginni São Paulo í Brasilíu, í heimsins stærstu Gay Pride göngu. Gangan sló við þeirri sem haldin var í borginni í fyrra, en þá mættu um ein milljón manna. Ein frægasta gangan fer fram í New York borg, þar sem um 1,5 milljónir manna ganga árlega.

Þetta er í ellefta sinn sem Gay Pride er haldið í São Paulo og hefur gangan farið stækkandi hvert ár. Bæði grín og alvara einkenndu gönguna í ár, en samtals 32 raftónlistabönd tóku þátt ásamt þúsundum þátttakenda íklæddum litskrúðugum búningum. Helsta krafa göngumanna voru lög sem leyfa giftingu samkynhneigðra og leiðrétting á erfða- og ættleiðingalögum.

Samkvæmt samtökunum sem standa að baki Gay Pride í Brasilíu eru stjórnmálamenn landsins of tregir til þess að taka upp lög frá öðrum löndum sem auka réttindi samkynhneigðra.

Gay Pride göngurnar, sem fara fram víða um heim, hafa þrjú meginskilaboð. Að fólk eigi að vera stolt af kynhneigð sinni, að fjölbreytileiki kynhneigðar sé af hinu góða, og að kynhneigð og kynímynd er náttúrulegt og óbreytanlegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar