Moore sakar Bandaríkjastjórn um áreitni

Michael Moore ræddi við blaðamenn í dag ásamt lögmanni sínum.
Michael Moore ræddi við blaðamenn í dag ásamt lögmanni sínum. AP

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn umdeildi Michael Moore sakaði í dag Bandaríkjastjórn um áreitni gagnvart sér, en Bandaríkjastjórn rannsakar nú ferð sem hann fór í til Kúbu fyrr á þessu ári vegna nýjustu kvikmyndar sinnar.

Bandaríska fjármálaráðuneytið er að kanna hvort Moore hafi gerst brotlegur við 45 ára gamalt viðskiptabann, sem Bandaríkin lögðu á Kúbu, með því að taka með sér hóp hjálparstarfsmanna, sem störfuðu á vettvangi Tvíburaturnanna eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001, til eyjunnar. Þar fengu mennirnir læknisaðstoð og var allt tekið upp fyrir nýjustu heimildarmynd Moores sem ber nafnið Sicko, en hún fjallar um bandaríska heilbrigðiskerfið.

„Þetta er ein tegund áreitni,“ sagði Moore. „Við munum berjast gegn þessu og við munum vera afar ágengir í því að komast til botns á því hver standi á bak við þetta.“

Í bréfi sem sent var bandaríska fjármálaráðuneytinu í dag segir lögmaður Moores, David Boies, að skjólstæðingur sinn hafi verið mismunað og að hann krefjist útskýringa.

Moore, sem hlaut Óskarinn ári 2002 fyrir heimildamyndina Bowling for Columbine, var í síðasta mánuði beðinn um að útskýra tilgang ferðar sinnar. Þá var hann einnig beðinn um að gefa upp brottfaradaga, nöfn og heimilsföng þeirra sem voru með honum í för.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir