París þorir ekki á salernið í fangelsinu

Lögreglumynd af París Hilton tekin 4. júní.
Lögreglumynd af París Hilton tekin 4. júní. Reuters

París Hilton er svo hrædd um að tekin verði ljósmynd af sér á salerninu í fangelsinu að hún vill hvorki drekka neitt né borða. Óttast hún að starfsfólk í fangelsinu grípi tækifærið ef hún fari á salernið og taki þar myndir af henni. Haft er eftir heimildamanni að hún hafi neitað að borða eða drekka til að þurfa ekki að fara á salernið. Auk þess hafi hún grátið mikið og allt hafi þetta lagst á eitt og valdið því að hún hafi ofþornað.

París afplánar 45 daga fangelsisvist, er hún hlaut fyrir rof á skilorði, á sjúkradeild fangelsis í miðborg Los Angeles. Þar er fylgst með henni allan sólarhringinn, en hún dvelur ein í klefa þar sem er salerni og lítill vaskur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson