Diddú og Dísella bjarga tónleikum kvöldsins

Sigrún Hjálmtýsdóttir
Sigrún Hjálmtýsdóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það eru örar mannabreytingar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þessa dagana. Ragnheiður Gröndal sem átti að syngja á tónleikum kvöldsins, Manstu gamla daga, forfallaðist í síðustu viku og í hennar stað var fengin til þess að syngja Hjördís Elín Lárusdóttir, eða Dísella eins og hún er gjarnan kölluð.

Hin söngkonan á tónleikum, Eivör Pálsdóttir, hefur átt við þráláta hálsbólgu að stríða undanfarna daga en vonir stóðu til að hún gæti engu að síður komið fram á tónleikunum og var hún sjálf ákveðin í því að það hefðist. Því miður hefur batinn ekki orði eins góður og búist var við og samkvæmt læknisráði verður Eivör að hvíla röddina í tvær vikur eða svo og því ljóst að hún mun ekki koma fram á tónleikunum í kvöld né heldur á tónleikunum í Færeyjum sem fyrirhugaðir eru á fimmtudag og föstudag, að því er segir í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

„En sem betur fer kemur maður í manns stað og það er sérlega ánægjulegt að segja frá því að Sigrún Hjálmtýsdóttir, okkar eina sanna Diddú, mun syngja í stað Eivarar og fara með hljómsveitinni til Færeyja. Diddú er nýkomin úr einkar vel heppnaðri tónleikaferð frá Frakklandi og var nýstigin úr flugvél seint í gærdag þegar kallið kom frá Sinfóníuhljómsveitinni og eins og sönnum bjargvætti sæmir hlýddi hún kallinu.

Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 í kvöld í Háskólabíói og eru einungis örfá sæti laus," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir