Diddú og Dísella bjarga tónleikum kvöldsins

Sigrún Hjálmtýsdóttir
Sigrún Hjálmtýsdóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það eru örar mannabreytingar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þessa dagana. Ragnheiður Gröndal sem átti að syngja á tónleikum kvöldsins, Manstu gamla daga, forfallaðist í síðustu viku og í hennar stað var fengin til þess að syngja Hjördís Elín Lárusdóttir, eða Dísella eins og hún er gjarnan kölluð.

Hin söngkonan á tónleikum, Eivör Pálsdóttir, hefur átt við þráláta hálsbólgu að stríða undanfarna daga en vonir stóðu til að hún gæti engu að síður komið fram á tónleikunum og var hún sjálf ákveðin í því að það hefðist. Því miður hefur batinn ekki orði eins góður og búist var við og samkvæmt læknisráði verður Eivör að hvíla röddina í tvær vikur eða svo og því ljóst að hún mun ekki koma fram á tónleikunum í kvöld né heldur á tónleikunum í Færeyjum sem fyrirhugaðir eru á fimmtudag og föstudag, að því er segir í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

„En sem betur fer kemur maður í manns stað og það er sérlega ánægjulegt að segja frá því að Sigrún Hjálmtýsdóttir, okkar eina sanna Diddú, mun syngja í stað Eivarar og fara með hljómsveitinni til Færeyja. Diddú er nýkomin úr einkar vel heppnaðri tónleikaferð frá Frakklandi og var nýstigin úr flugvél seint í gærdag þegar kallið kom frá Sinfóníuhljómsveitinni og eins og sönnum bjargvætti sæmir hlýddi hún kallinu.

Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 í kvöld í Háskólabíói og eru einungis örfá sæti laus," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir