París segist ætla að hætta heimskupörum

París Hilton.
París Hilton. Reuters

París Hilton, sem situr nú í fangelsi í Los Angeles, segir að Guð hafi gefið sér nýtt tækifæri, og ætli hún nú að hætta öllum heimskupörum og nota áhrif sín til góðs. París hringdi í sjónvarpsfréttakonuna Barböru Walters á sunnudaginn úr fangelsinu, og sagði Walters frá samtalinu í þættinum The View í gær.

„Ég er ekki lengur sú sem ég var,“ sagði París við Walters. „Ég hef alltaf hegðað mér heimskulega. Það voru látalæti. Ég er 26 ára, og það er ekki lengur sætt að vera með látalæti. Ég er ekki þannig, og ég vil ekki að ungar stúlkur sem líta upp til mín sjái mig þannig.“

„Ég hef gert mér grein fyrir því, að ég get látið eitthvað af mér leiða. Mig langar til að fara að gera eitthvað annað þegar ég slepp héðan út. Ég er orðin meira andlega þenkjandi. Guð hefur gefið mér nýtt tækifæri.“

París var dæmd í 45 daga fangelsi fyrir rof á skilorði. Walter sagði að með góðri hegðun mætti París vænta þess að verða látin laus eftir alls 23 daga vist, 25. júní. París hefði talað um að þegar hún losnaði langaði hana að hjálpa í baráttunni við brjóstakrabba eða MS, en ömmur sínar hefðu þjáðst af þessum sjúkdómum. Sig langaði líka að reisa „París Hilton-leikherbergi“ fyrir veik börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup