Sjóræningjarnir ritskoðaðir í Kína

Chow Yun-Fat, Johnny Depp og Orlando Bloom sjást hér við …
Chow Yun-Fat, Johnny Depp og Orlando Bloom sjást hér við frumsýningu nýjustu myndarinnar um sjóræningjana í Karíbahafinu í Japan. Reuters

Kínverjar hafa ritskoðað nýjustu kvikmyndina um sjóræningjana ógurlegu í Karíbahafi, Pirates of the Caribbean: At World's End, að því er fram kemur í kvikmyndatímaritinu Variety.

Fram kemur að búið sé að stytta nokkur atriði með Hong Kong leikaranum Chow Yun-Fat, en hann leikur sjóræningjann Sao Feng frá Singapore.

Variety hefur eftir fjölmiðlum í Kína að meðal þeirra atriða sem stytt voru var atriði þar sem persóna Chow fór með ljóð á kantónsku.

Talsmaður Disney að kínverskir áhorfendur muni sjá kínverska útgáfu af myndinni, segir á fréttavef BBC.

Hann bætti því við að atriði hefðu verið klippt út, en tjáði sig ekki nánar um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir