Kínverjar hafa ritskoðað nýjustu kvikmyndina um sjóræningjana ógurlegu í Karíbahafi, Pirates of the Caribbean: At World's End, að því er fram kemur í kvikmyndatímaritinu Variety.
Fram kemur að búið sé að stytta nokkur atriði með Hong Kong leikaranum Chow Yun-Fat, en hann leikur sjóræningjann Sao Feng frá Singapore.
Variety hefur eftir fjölmiðlum í Kína að meðal þeirra atriða sem stytt voru var atriði þar sem persóna Chow fór með ljóð á kantónsku.
Talsmaður Disney að kínverskir áhorfendur muni sjá kínverska útgáfu af myndinni, segir á fréttavef BBC.
Hann bætti því við að atriði hefðu verið klippt út, en tjáði sig ekki nánar um það.