Sýslumanninum í Los Angeles gert að útskýra hvers vegna Hilton var sleppt

Foreldrar Parísar Hilton, Kathy (fyrir miðju) og Rick Hilton, sjást …
Foreldrar Parísar Hilton, Kathy (fyrir miðju) og Rick Hilton, sjást hér ganga úr dómsal eftir dómari fyrirskipaði að París skyldi send aftur í steininn. AP

Sýslumanninum í Los Angeles var í dag gert að útskýra hvers vegna Parísi Hilton var sleppt úr fangelsi í síðustu viku, en atburðurinn olli miklu fjaðrafoki og mikið ritað og rætt um „réttlæti hinna ríku og frægu“.

Sérstök eftirlitsnefnd í Los Angeles-sýslu kom saman á vikulegum fundi og ákvað að óska eftir útskýringu, en því hefur m.a. verið haldið fram að Hilton hafi fengið sérmeðferð hjá lögreglunni.

Hilton var sleppt úr fangelsi í síðustu viku eftir að hafa aðeins setið á bak við lás og slá þrjá daga af 45 sem henni var gert að afplána, en Hilton var látin laus samkvæmt læknisráði. Dómari fyrirskipaði hinsvegar á föstudag að hún skyldi send aftur í fangelsið og taka út sinn dóm.

Mannréttindasamtök og opinberir embættismenn brugðust ókvæða við þeim fréttum að hótelerfingjanum skyldi vera sleppt úr fangelsi, en þeir sögðu að það væri vel hægt að meðhöndla það sem væri að hrjá hana á sjúkrahúsi fangelsisins.

Mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton sagði að Hilton hefði verið sleppt svona fljótt vegna þess að hún væri vellauðug og hvít. Hann sagði að annað hefði líklega verið uppi í teningnum ef um svartan rappara hefði verið að ræða.

Sýslumaðurinn í Los Angeles, Lee Baca, hefur vísað því að bug að Hilton hafi fengið sérmeðferð. Hann segir að ef eitthvað væri þá hafi París Hilton fengið verri meðferð hjá dómstólunum einmitt vegna þess að hún væri fræg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar