Timbaland handtekinn vegna slagsmála

Reuters

Upptökustjórinn Timbaland var handtekinn í Þýskalandi eftir slagsmál á hótelbar um síðustu helgi. Slúðurvefurinn TMZ.com segir frá því að maður að nafni Robert F hafi verið lagður inn á sjúkrahús eftir að slagsmál brutust út og bárust út á götu.

Maðurinn mun hafa verið ósáttur við að unnusta hans spjallaði við Timbaland og kom til átaka eftir að maðurinn hrópaði ókvæðisorð að upptökustjóranum sem sneru að kynþætti hans.

Timbaland var handtekinn í kjölfarið en var látinn laus gegn tryggingu í gærmorgun.

Timbaland þykir hafa haft mikil áhrif á popptónlist og hefur unnið með fjölda listamanna, þ.á.m. Missy Elliot, Pussycat Dolls og Nelly Furtado. Hann er þó líklega þekktastur fyrir störf sín með söngvaranum Justin Timberlake.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir