„Glöð og pínu montin"

Marta Guðmundsdóttir
Marta Guðmundsdóttir

Marta Guðmundsdóttir náði um helgina takmarki sínu um að ganga þvert yfir Grænlandsjökul til styrktar krabbameinsrannsóknum og verður efnt til sérstakrar móttöku henni til heiðurs í kvöld hjá Krabbameinsfélaginu. Marta var stödd í bænum Tassilaq á Austur-Grænlandi í gær og var að undirbúa heimförina. "Ég get einhvern veginn ekki áttað mig á því að ég hef náð takmarkinu, gengið þvert yfir risann," skrifar hún í dagbók sína. "Hugurinn þarf eflaust að jafna sig og ég að ná áttum. Þetta er ótrúlega skrýtið en samt svo gott að vera komin á leiðarenda. Líður vel, er þreytt og aum og sviðin í andlitinu, öll marin og blá, en glöð og pínu montin!"

Móttakan í kvöld er kl. 20.30 í Skógarhlíð 8 og eru allir velkomnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar