Marta Guðmundsdóttir kemur til Reykjavíkur í dag

Marta Guðmundsdóttir.
Marta Guðmundsdóttir.

Marta Guðmundsdóttir kemur í dag kl. 18:00 til Reykjavíkurflugvallar með flugvél frá Kulusuk á Grænlandi en hún lauk göngu sinni yfir Grænlandsjökul um helgina. Sérstök móttökuathöfn verður fyrir Mörtu í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð kl. 20.30 í kvöld. Þar munu ættingjar, vinir og fleiri fagna með henni þessu mikla afreki.

Marta, sem er úr Grindavík, greindist með brjóstakrabbamein í október 2005 en hefur lokið erfiðri meðferð. Ferðin yfir Grænlandsjökul var farin á vegum Krabbameinsfélags Íslands með stuðningi Deloitte, 66°N og fleiri fyrirtækja. Markmiðið var tvíþætt, að vekja konur til umhugsunar um mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun og að safna fé til að berjast gegn brjóstakrabbameini, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands.

Marta var eini Íslendingurinn í sjö manna hópi sem lagði á jökulinn 23. maí og kom til byggða fyrir nokkrum dögum. Gönguleiðin var alls um 600 kílómetrar og var farið eftir 66. breiddargráðu, þvert yfir jökulinn, frá vestri til austurs.

Hægt var að fylgjast með göngunni á þessari vefslóð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir