Federline sagður eiga von á fimmta barninu

Kevin Federline er greinilega eftirsóttur maður á meðal kvenna.
Kevin Federline er greinilega eftirsóttur maður á meðal kvenna. AP

Söngkonan Britney Spears er nú sögð láta sig dreyma um að endurnýja samband sitt við fyrrum eiginmann sinn Kevin Federline. Britney mun hins vegar ekki vera sú eina sem lætur sig dreyma um sættir við Kevin því fyrrum unnusta hans og móðir tveggja af fjórum börnum hans er nú sögð vera að hugsa nákvæmlega það sama.

Þá herma óstaðfestar fréttir að barnsmóðir hans Shar Jackson eigi nú von á þriðja barni sínu með Kevin en að hún hafi þó ekki enn sagt honum frá því. “Shar vill segja Kevin fréttirnar en hún guggnar alltaf á því. Hún óttast viðbrögð hans enda veit hún ekki hvort hann verður himin lifandi eða bálreiður. Hvað ef hann vill ekki eignast fleiri börn?” segir ónefndur heimildarmaður tímaritsins America's Star. “Þar sem hann á þegar tvö börn með henni og tvö með Britney getur vel verið að honum finnist nóg komið. Það er draumur Shar að þau gifti sig og eignist þriðja barnið. Hana dreymir um að lifa fjölskyldulífi með Kevin.”

Shar Jackson
Shar Jackson Reuters
Federline með Britney Spears fyrir þrem árum.
Federline með Britney Spears fyrir þrem árum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar