Die Hard valin besta hasarmynd allra tíma

Die Hard er fremst meðal jafningja að mati Entertainment Weekly.
Die Hard er fremst meðal jafningja að mati Entertainment Weekly.

Bandaríska kvikmyndatímaritið Entertainment Weekly hefur valið kvikmyndina Die Hard, með harðjaxlinum Bruce Willis í aðalhlutverki, bestu hasarmynd allra tíma. Í myndinni leikur Willis lögreglumann sem kemst í hann krappann þegar hann berst við hryðjuverkamenn í háhýsi í Los Angeles. Fjórða myndin um kappann er nú væntanleg, en hún verður frumsýnd eftir tvær vikur.

Í gær birti blaðið lista yfir 25 bestu hasarmyndirnar, en að valinu stóðu ýmsir handritshöfundar og kvikmyndaklipparar. Á listanum má finna myndir frá ólíkum tímabilum, t.d. The Adventures of Robin Hood frá árinu 1938, Seven Samurai í leikstjórn Akira Kurosawa frá árinu 1954 og teiknimyndin The Incredibles frá árinu 2005.

Í öðru sæti á listanum var hinsvegar geimhrollvekjan Aliens og fyrsta myndin um Indiana Jones, Raiders of the Lost Ark, varð í þriðja sæti. Mad Max myndin The Road Warrior varð í því fjórða og The Matrix í því fimmta.

Sem fyrr segir var það hasarmyndin Die Hard, eða „Á tæpasta vaði“, frá árinu 1988 sem þótti skara fram úr. Kvikmyndin þénaði 138 milljónir dala um allan heim og skaut Willis upp á stjörnuhimininn, segir á fréttavef Reuters.

Tvær framhaldsmyndir fylgdu í kjölfarið. Die Hard 2: Die Harder frá 1990 og Die Hard With a Vengeance frá 1995. Sem fyrr segir er sú fjórða væntanleg í kvikmyndahúsin í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar